Það var árið 1912 sem Dale Carnegie hélt sitt fyrsta námskeið. Upphaflega var námskeiðið hugsað sem ræðunámskeið en þróaðist smátt og smátt í námskeið sem hjálpaði fólki að efla sjálfstraust, bæta mannleg samskipti og vinna á áhyggjum og kvíða. Í kringum námskeiðið byggði Dale Carnegie upp, ásamt konu sinni Dorothy Carnegie, fyrirtæki sem nú teygir anga sína í yfir 85 lönd og hefur rúmlega 160 skrifstofur. Með árunum hefur Dale Carnegie námskeiðið breyst gríðarlega. Meiri áhersla er nú lögð á markmiðasetningu og að efla leiðtogahæfileika fólks. Þetta hefur gert það að verkum að mörg af stærstu fyrirtækjum heims senda reglulega fólk í gegnum Dale Carnegie námskeiðið. Í dag er Dale Carnegie leiðandi fyrirtæki í þjálfun starfsfólks fyrirtækja út um allan heim og býður alhliða þjálfun í stjórnun og sölumennsku. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.700 leiðbeinendur.
Dale Carnegie námskeiðið var haldið á Íslandi í fyrsta skipti árið 1965. Það var viðskiptafræðingurinn Konráð Adolphsson sem fékk einkaleyfi frá Dale Carnegie í Bandaríkjunum og hafa í dag hátt í 20.000 íslendingar útskrifast hjá Dale Carnegie þjálfun.
Þjálfurum okkar fjölgar stöðugt til að mæta ört vaxandi eftirspurn. Jafnframt hafa smátt og smátt verið kynnt ný námskeið sem verið hafa í þróun hjá Dale Carnegie erlendis og hafa þau námskeið fengið mjög góðar viðtökur.
Núverandi eigendur Dale Carnegie á Íslandi eru Unnur Magnúsdóttir og Jón Jósafat Björnsson.