UN Women á Íslandi er ein af tólf landsnefndum UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna.
Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum.
UN Women er að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Að sama skapi vinnur UN Women að því að tryggja réttindi kvenna og stúlkna um allan heim og þrýsta á aðildarríki SÞ taki mið af Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) og fylgi framkvæmdaáætlun Peking sáttmálans hvað varðar réttindi kvenna og stúlkna.
Höfuðstöðvar UN Women eru í New York en starfsfólk, sjálfboðaliðar og velunnarar starfa í 88 löndum. Verkefni UN Women eru unnin í samræmi við svæðisbundinn veruleika í Afríku, Asíu og Kyrrahafinu, Suður Ameríku og Karíbaeyjum, Mið- og Austur Evrópu og fyrrverandi Sovétlýðveldum.
Við hjá UN Women á Íslandi vinnum að því að vekja athygli almennings á þörfum kvenna í fátækari löndum og starfi UN Women, afla fjár til starfsins og hvetja ríkisstjórnir sínar til að taka þátt í því.