Bjarki Þór Grönfeldt, forseti, s. 6167417
Númi Sveinsson, varaforseti.
Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, ritari.
Vera Jónsdóttir, gjaldkeri.
Ásmundur Jóhannsson, meðstjórnandi.
Jóna Þórey Pétursdóttir, meðstjórnandi.
Nanna Hermannsdóttir, meðstjórnandi.
Theódóra Listalín Þrastardóttir, meðstjórnandi.
Ragnar Auðun Árnason, meðstjórnandi.
Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961. Æ síðan hefur félagið starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grund.
Aðild að félaginu er frjáls, en reynslan hefur sýnt að langflestir námsmanna sjá sé hag í að njóta þjónustu SÍNE og sýna stuðning sinn í verki. Félagsgjöld eru 3900 kr. fyrir námsárið, og eru dregin af fyrstu útborgun framfærsluláns nema merkt sé við á lánaumsókninni að menn vilji ekki vera félagar. Námsmenn sem ekki eru á námslánum verða að skrá sig sérstaklega á skrifstofu SÍNE.
SÍNE heldur uppi stöðugum samskiptum og samstarfi við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þetta tryggir starfsfólki SÍNE aðgang að öllum upplýsingum sem námsmenn erlendis kann að vanhaga um hjá Lánasjóðinum.
Í gegn um skrifstofuna er hægt að ná sambandi við fulltrúa SÍNE í stjórn og nefndum Lánasjóðsins. Hægt er að senda póst á jonathorey@gmail.com eða sine@sine.is
Málgagn SÍNE, Sæmundur, kemur út 1-2 sinnum á ári og er hann sendur öllum félagsmönnum. Greinar um hagsmunamál, fréttaannálar úr starfi félagsins og aðrar gagnlegar upplýsingar eru meðal efnis í blaðinu.
Öflugt hagsmunapólítískt starf er forsenda fyrir viðunnandi lánakjörum íslenskra námsmanna erlendis. Því stærri hópur sem stendur að baki SÍNE, því meiri áhrif geta samtökin haft á pólitískar ákvarðanir sem snerta fjárhag hvers og eins.