Við þjónum stóreldhúsum með dagleg aðföng með því að bjóða heildarlausn þar sem breitt vöruúrval, hagkvæm verð, traust afgreiðsla, sérþekking og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi. Starf okkar miðar að því að stuðla að árangri viðskiptavina okkar með því að einfalda aðfangakeðju þeirra.
Ekran hefur starfstöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á báðum stöðum hefur fyrirtækið yfir að ráða stórum vörugeymslum og söluskrifstofum. Aðsetur Ekrunnar er að Klettagörðum 19 í Reykjavík og að Óseyri 3 á Akureyri.
Flatarmál birgðargeymslna er samtals 8.000 m2. Ekran hefur yfir að ráða fullkomnum frysti- og kæligeymslum þannig gæði vörunnar eru tryggð eins og kostur er. Þessar aðstæður munu gera okkur kleift að þróa og efla starfsemi okkar í framtíðinni, auka vöruúrval og þjónustu í samræmi við þann kröfuharða markað þar sem Ekran hefur haslað sér völl.