Blómstra býður upp á áskriftarþjónustu fyrir blómvendi. Í hverri viku setjum við saman glænýjan vönd sem endurspeglar stemningu árstíðanna. Vendirnir eru keyrðir heim til viðskiptavina stuttu eftir að þeir eru settir saman til þess að tryggja ferskleika.
Hugmyndin að Blómstru kviknaði eftir að við bjuggum í Þýskalandi og Hollandi um nokkurt skeið. Þar höfðu margir það að venju að grípa blómvönd með heim á leið úr vinnunni á föstudögum. Við elskum að hafa fallegt í kringum okkur og finnst ekkert betra en að hafa fersk afskorin blóm á borðinu þegar við förum inn í helgina til að gera heimilið hlýlegt og fallegt.
Við leggjum mikið upp úr því að hafa sanngjörn verð og gríðarlega góða þjónustu. Ef þú hefur einhverjar ábendingar eða hugmyndir hlökkum við til að heyra í þér í síma eða tölvupósti.