Klettur – sala og þjónusta ehf. er félag sem byggir á gömlum og traustum grunni. Klettur hóf starfsemi í maí 2010, þegar félagið tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Klettur er leiðandi félag í sölu og þjónustu á breiðri línu vinnuvéla, afvéla í skip, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, vöruflutninga- og hópferðabíla, hleðslukrana, hjólbarða, gíra og skrúfubúnaðar, auk annars búnaðar og fylgihluta fyrir þessa vörulínu.
Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðarbifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, Winterforce, Maxam og Minerva hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukranar, Langendorf pallar, sturtu- og vélavagnar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, MultiOne liðléttingar, Pramac rafstöðvar og pallettulyftur, Hubtex lyftarar, Prinoth snjóbílar og snjótroðarar og Hawker neyslurafgeymar. Félagið hefur strarfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.
Megin starfsemi Kletts er að Klettagörðum 8-10, Reykjavík. Húsnæðið sem er 4,400 fermetrar er sérhannað að starfsemi félagsins. Auk þess er félagið með 2,200 fermetra lagerhúsnæði í Holtagörðum og 250 fermetra hjólbarðasölu og -verkstæði að Suðurhrauni 2b í Garðabæ. Klettur starfar undir ströngum kröfum frá helstu birgjum sínum og hefur hlotið hæstu einkunnir fyrir „Contamination Control“ hjá Caterpillar og er með vottun frá Scania fyrir „Dealer Operating Standard“ – DOS.