KPMG er leiðandi ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki sem veitir fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum þjónustu á sviði endurskoðunar og reikningsskila, rekstraráðgjafar og skatta og lögfræðiráðgjafar.
Starfsfólk KPMG á Íslandi eru um 320 á 15 skrifstofum og starfsstöðvum. Höfuðstöðvar eru að Borgartúni 27, 105 Reykjavík.
Á heimsvísu starfa meira en 270 þúsund manns hjá KPMG í 143 löndum og landsvæðum. Samstarf þessa stóra hóps byggir á reglubundnu gæðaeftirliti og aðgangi að upplýsingum sem tryggir fagþekkingu í heimsklassa og sömu þjónustu í öllum heimshornum.
Framkvæmdastjóri félagsins, Hlynur Sigurðsson, er hluthafi.
KPMG á Íslandi er skipt í fimm svið. Sviðin og leiðtogar þeirra eru:
Endurskoðunarsvið - Magnús Jónsson
Bókhaldssvið - Birna Mjöll Rannversdóttir
Ráðgjafarsvið - Svanbjörn Thoroddsen
KPMG Law - Ágúst Karl Guðmundsson
Þróunar- og rekstrarsvið - Sigrún Kristjánsdóttir