Við leggjum áherslu á árangur viðskiptavina okkar. Við viljum kynnast þeim vel og nýta styrkleika þeirra til að efla viðskipti þeirra og skapa ný tækifæri.
Íslenska auglýsingastofan var stofnuð árið 1988 og hefur um árabil verið ein stærsta og öflugasta auglýsingastofa landsins. Íslenska er alhliða stofa sem veitir viðskiptavinum heildarþjónustu á sviði markaðsmála. Við viljum byggja öflugt og skapandi markaðsstarf á sterkum faglegum grunni, vandaðri ráðgjöf og markvissum rannsóknum. Við trúum því að vel útfærð markaðsstefna og langtímahugsun séu lykillinn að árangursríku markaðsstarfi.