Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM) Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM) hefur starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð. Í því fellst að VBM rekur verðbréfauppgjörskerfi og annast uppgjör verðbréfaviðskipta með rafbréf í samræmi við lög og reglur og samkvæmt samningi við Seðlabanka íslands, hvort heldur sem er um að ræða verðbréfaviðskipti á skipulögðum markaði eða utan.
VBM annast framkvæmd verðbréfauppgjörs samkvæmt viðskiptafyrirmælum frá reikningsstofnunum sem eru aðilar að kerfi VBM. Félagið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfamiðstöðva. En með skráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð verður til lögformleg eignarskráning og þar með staðfesting á eignarhaldi og öðrum réttindum s.s. verðréttindum, kvöðum og öðrum óbeinum eignarréttindum. Verðbréfauppgjörskerfið er lykilkerfi í uppgjöri verðbréfaviðskipta og fyrirtækjaaðgerða.
VBM er í breiðri eigu íslenskra lífeyrissjóða, bankastofnana og annarra fagfjárfesta.
VBM starfar samkvæmt íslenskum lögum og heyrir undir eftirlit á Íslandi. Starfsleyfi VBM hefur nú verið endurnýjað á grundvelli laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga og gildir á evrópska efnahagssvæðinu og stækkar því starfsvæði VBM töluvert.
Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) operates a Central Securities Depository overseeing the issuance and registration of electronic securities in partnership with the issuer. Electronic securities may or may not be listed on a stock exchange.
VBM registers ownership , directly to owners and oversees csd accounts. VBM also supplies all information and services derived from the administration of a share registry. VBM operates a clearing & settlement (system) services. This includes overseeing the settlement of transactions involving electronic securities - listed and not listed - in accordance with laws and regulations and in concert with the Central Bank of Iceland. VBM will ensure that transactions are settled between buyer and seller in a stable, secure and swift manner.