The Association of Icelandic Startup Companies is responsible for identifying opportunities that can stimulate growth or enhance the environment for Icelandic startup companies. It helps manage relationships between other industry bodies, government officials and seed / startup companies.
Samtök sprotafyrirtækja (SSP) eru starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins.
Markmið SSP er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum sprotafyrirtækja.
Í starfsreglum samtakanna, sem samþykktar voru á stofnfundinum, er miðað við þá skilgreiningu að sprotafyrirtæki eru fyrirtæki sem sprottin eru (upp) úr rannsókna- eða þróunarverkefni einstaklinga, þróunarhópa, háskóla, rannsóknarstofnana eða annarra fyrirtækja og byggjast á sérhæfðri þekkingu, tækni eða öðru nýnæmi á því sviði sem viðkomandi fyrirtæki starfar .
Miðað er við að fyrirtækin séu hlutafélög, einkahlutafélög eða samvinnufélög, að þróunarkostnaður fyrirtækjanna sé a.m.k. 10% af veltu og að fyrirtækin séu ekki skráð í kauphöll.