Lóalóa er hugbúnaðarkerfi fyrir söfn af stafrænu efni. Sérsniðnir spilarar, vefsíður, sjálfvirkar upptökur og sjálfvirka dreifing á helstu myndbanda- og hlaðvarpsveitur.
Lóalóa hjálpar til við utanumhald efnis en einnig við dreifingu þess og að mæta kröfum nýrra leiða til að miðla upplýsingum, hvort sem það er á myndbandaveitur á borð við YouTube, hlaðvarpsveitur á borð við
Spotify eða samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og TikTok.
Í kerfinu er hægt að klippa til efni en það sér um alla transkóðun, leitarvélabestun og einfalt utanumhald á metadata, töggum og flokkum.
Viðskiptavinir geta kallað eftir vefsíðu úr kerfinu, þar sem hægt er að horfa á eða hlusta á allt sem í þeirra safni er, og sett undir sinn eigin vef. Lóalóa getur haldið utan um gríðarlega stór söfn sem telja hundruði þúsunda skráa.