Hugverkastofan heldur utan um skráningar og umsóknir um einkaleyfi, vörumerki, hönnun, byggðarmerki og önnur hliðstæð hugverkaréttindi á Íslandi. Hugverkastofan er þekkingarmiðstöð í hugverkadrifnu samfélagi og sterkur hlekkur í keðju nýsköpunar og atvinnulífs. Stofnunin veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi og stuðlar að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi.