Hugsmiðjan er hönnunarstofa með áherslu á stafræna vöruþróun, hugbúnaðargerð og markaðssetningu. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og í tvo áratugi hefur það hjálpað sínum viðskiptavinum við að ná árangri með nýrri tækni og framúrskarandi notendaupplifun á öllum miðlum.
Hjá Hugsmiðjunni starfa um 25 manns; hönnuðir, forritarar og ráðgjafar sem vinna eftir sameiginlegri sýn.
Verkefni Hugsmiðjunnar spanna allt frá virðulegum stofnanavefjum til snarpra markaðsherferða. Yfir 250 vefsvæði eru í hýsingu og rekstri hjá Hugsmiðjunni og árið 2019 sóttu 498 nemendur 30 námskeið hjá Vefakademíu Hugsmiðjunnar.
Meðal nýlegra verkefna má nefna hönnunarkerfi fyrir Íslandsbanka og Reykjavíkurborg, margverðlaunaða vefi Krabbameinsfélagsins, Borgarleikhús og Þjóðleikhús auk vefja sveitarfélaga og stofnana. Í markaðsmálum hefur Hugsmiðjan m.a. skipulagt stærstu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, unnið nýja ásýnd Samfylkingarinnar, auk markaðssetningar á þjónustu og viðburðum Nova, Mottumars og Bleiku slaufunni – svo fátt eitt sé nefnt.