Elliðaárstöð er lifandi áfangastaður í Elliðaárdal, hjarta borgarinnar þar sem gestir koma saman til að fræðast, upplifa, skapa og njóta náttúrunnar.
Við höfum opnað útisvæði Elliðaárstöðvar fyrir almenningi. Gestir geta notið fallegrar náttúru dalsins í hinu velhannaða umhverfi stöðvarinnar og fengið að fylgjast með þróun og uppbyggingu svæðisins. Kaffihús opnar vorið 2023.
Verið hjartanlega velkomin í Elliðaárstöð.