Central Pay býður verslunum og veitendum þjónustu heildarlausnir í símagreiðslum og vefgreiðslum með WeChat Pay og Alipay, auk þess að bjóða upp á markaðsþjónustu á vinsælasta samskiptamiðli Kínverja, WeChat. Ef markmiðið er að auka þjónustu og sölu til kínverskra viðskiptavina, hvort sem er hér á landi eða í Kína, þá hefur Central Pay greiðslu- og markaðslausnina.
Notkunin er sáraeinföld bæði fyrir söluaðila og viðskiptavini, en um er að ræða posa sem skannar QR kóða í síma viðskiptavinarins og færir greiðslu af reikningi hans til söluaðila milliliðalaust.
Á árinu 2018 munu 108 þúsund kínverskir ferðamenn heimsækja Ísland og fyrirséð er að fjöldi þeirra muni þrefaldast á næstu tveimur árum. AliPay og WeChat Pay gefa íslenskum söluaðilum því möguleika á að bjóða sístækkandi hópi ferðamanna frá Kína upp á stafrænar greiðslulausnir sem Kínverjar þekkja og nota daglega í heimalandinu. Notendur AliPay og WeChat Pay eru nú komnir yfir 1.200 milljón manns og samanlagt fara 90% af öllum daglegum greiðslum í Kína í gegn um þessar tvær greiðslulausnir.
Söluaðilum sem gera þjónustusamning við Central Pay býðst einnig að nýta app-lausnir AliPay til auglýsinga og markaðssetningar beint til kínverskra ferðamanna sem hyggja á Íslandsferð. Söluaðilar fá skráningu á AliPay og uppsettan tilboðmiða á kínversku með upplýsingum um fyrirtækið, vörur og tilboð og geta nýtt einstakt tækifæri til markaðssetningar á einfaldan hátt.
Central Pay er markaðs- og þjónustuaðili fyrir AliPay og WeChat Pay á Íslandi í samstarfi við 2PayNow og vinnur einnig þétt með Apay Nordic í Osló til að tryggja frábæra þjónustu við sölu- og markaðssetningaraðila.